Pípulagningameistari með áratuga reynslu í pípulögnum, ráðgjöf og hönnun kerfa.
Óskar er pípulagningameistari með áratuga reynslu í faginu. Hann hefur starfað við allt sem viðkemur pípulögnum, bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og verktaka, á öllu landinu. Frá fyrstu árum sínum sem lærlingur hefur Óskar lagt áherslu á fagmennsku, nákvæmni og trausta þjónustu og gildir það ennþá um öll hans verk.
Óskar Pípari er þekktur fyrir að koma fram af heiðarleika, hlusta á viðskiptavini og finna hagkvæmar, varanlegar lausnir sem standast tímans tönn. Óskar er að færa sig meira í viðhaldsdeildina svona seinnihluta starfsæfinnar og tekur því minna að sér stóru verkin en einbeitir sér að viðhaldinu, þó að ekkert sé útilokað.
Óskar notar einungis vönduð viðurkennd efni og fylgir nýjustu stöðlum í pípulögnum. Hann er ekki aðeins verkmaður góður heldur einnig ljómandi góður ráðgjafi í pípulögnum. Hann aðstoðar gjarnan við að greina vandamál og útskýra kosti og galla mismunandi útfærslna. Hvort sem verkefnið er stórt eða smátt, fær það sömu vönduðu meðferðina.
Þegar Óskar er ekki að pípa eða leiðbeina viðskiptavinum um pípulagnir, nýtur hann þess að eyða tíma með afabörnunum. Hann er líka hrifinn af ró og kyrrð laxveiða og grípur einnig stundum í góða ævisögu í sófanum, eftir langan vinnudag.
Óskar Pípari veitir fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að tryggja öryggi og endingu lagnakerfa með hagkvæmni og langtíma lausnir í öllum pípulögnum að leiðarljósi. Hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða eldra húsnæði, fær hvert verk faglega og vandaða meðhöndlun.
Dæmi um nýleg verkefni:
Hafðu samband til að bóka tíma eða fá ráðgjöf.
Sími: 787-3318
Netfang: oskar@hstengi.is
Staðsetning: Allt landið